Farðu í vöruupplýsingar
1 af 4

Náttúruprjón

Snæfellsjökull, kvennjakkapeysa - uppskriftir

Snæfellsjökull, kvennjakkapeysa - uppskriftir

Venjulegt verð 1.500 ISK
Venjulegt verð Söluverð 1.500 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tungumál

Snæfellsjökull er fyrsta jakkapeysu uppskriftin sem ég bý til. Peysan er full af litlum smáatriðum, eins og jökulröndunum, sem liggja á öxlunum og svo er hún útsniðin hjá mjöðmunum, einnig er hún með innfelldum vösum.

Peysuna er mjög fljótlegt og skemmtilegt að prjóna og innifaið fullt af smáatriðum til að peysan fái að njóta sín sem best. Byrjað er efst á kraganum og peysan prjónuð niður, þannig að ákaflega gott að geta sniðið ermasídd og sídd peysu að eiganda peysunnar.

Þegar ég prjóna peysur að ofan þá prjóna ég dálítið niður fyrir ermaskiptinu, prjóna þá ermarnar og máta á leiðinni svo það verði klæðskerasaumuð sídd á þeim, síðan prjóna ég niður bolinn. Ef lítið er orðið eftir af garninu þá miða ég sídd peysunnar við að klára garnið og ekki byrja á nýrri dokku.

Stærðir: 34/36 (38/40) 42/44 (46/48) 
Garn og magn:
- Gilhaga band, Lamb 300 (350) 350 (400) g.
- Mohair 100 (150) 150 (150) g, 

Prjónar:  Hring- og sokkaprjóna nr 4,5 og 5,5 og heklunál nr 5,5.
Prjónfesta: Prjónar nr 5,5 = 14 L * 10 umf = 10*10 sm. 

Skoða allar upplýsingar