Farðu í vöruupplýsingar
1 af 5

Náttúruprjón

Sandra kvenpeysa - uppskrift

Sandra kvenpeysa - uppskrift

Venjulegt verð 1.500 ISK
Venjulegt verð Söluverð 1.500 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tungumál

Sandra er prjónuð að ofan og er hægt að hafa hana lokaða eða opna, þá annað hvort með tölum eða rennilás. Byrjað á stroffi á kraga, mynstur prjónað á axlarstykki og jafnframt aukið út, skipt upp í bol og ermar og áður en komið er að stroffi er partur af mynsturbekknum prjónaður og svo endað með stroffi, bæði á ermum og bol. Ég ákvað að byrja á mynsturlit 2 og enda á honum, finnst hann punta peysuna. Hægt er að máta peysuna þar sem hún er prjónuð að ofan þegar komið er áleiðis niður bol og ermar, svo hún smell passi.

Var beðin um að prjóna peysu á eina erlenda kuldaskræfu í fjölskyldunni og hvað er þá betra en íslenska ullin með silkiblöndu, vona að þessi peysa eigi eftir að halda á henni hita á nöprum dögum. Fannst þetta garn henta vel og verður hún voða fínleg við glampann úr silkinu.

Stærðir: 

Garn: Einrúm E+2 50 gr 208 m, 80% íslensk ull / 20% Mulberry Silki.
Aðallitur: Dökkbrúnn 200 (200) 200 (250) 250 (250) 250 (250) gr.
Mynsturlitur 1: Ljósbrúnn 100 (100) 100 (100) 100 (100) 100 (150) gr.
Mynsturlitur 2: Vínrauður 100 gr.
Prjónar: Hringprjónar 60 og 100 sm, sokkaprjónar nr 3, 3,5 og 4.
Heklunál: Nr 3 eða 3,5.
Prjónfesta: 21 L = 10 sm slétt prjón á prjóna nr 4.
Annað: 6-8 Prjónamerki, stoppunál, 8-10 hnappar.

 

Skoða allar upplýsingar