Norðurljós, húfa og vettlingar - uppskriftir
Norðurljós, húfa og vettlingar - uppskriftir
Tvíbanda húfuprjón með tveimur lettneskum fléttum. Mynstrið er óreglulegt og breytist í hverri umferð, númerið í síðasta reitnum í hverri línu segir til um fjölda lykkja í sama lit. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við. Hafið mynsturlitinn nær ykkur.
Ég er ægilegur náttúrupési og finnst allt svo stórkostlegt sem er skapað án okkar aðkomu. Norðurljós og eldgos eru með því magnaðasta sjónarspili sem náttúruöflin bjóða uppá. Þar sem eldfjalla mynstrið er þegar orðið að veruleika var komið að því að ég kæmi með eitt mynstur þar sem ég reyndi að ná þessum ákaflega fallegu, litríku og fjölbreyttu hreyfingum í himinhvolfunum sem eru einkennandi fyrir Ísland. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég byrjaði á að lita garnið og kom uppskriftin svo í kjölfarið þegar ég hafði fundið þann lit sem mér finnst fullkomin fyrir norðurljósin.
Núna er ég að ná í skottið á sjálfri mér í hönnun og litun eða litun og hönnun 😊.
Garn: Náttúruprjóns garn, 85% merinóull og 15% nælon, 100 g / 400 m, eða sambærilegt til að ná prjónfestu.
Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 og 3,5.
Prjónfesta: 30 lykkjur = 10 sm á prjóna nr. 3,5.
Annað: Hjálparband til að merkja þumlalykkjur, prjónamerki.
Húfa:
Stærð: Dýpt 24 sm, ummál 56 sm.
Aðallitur: Svartur, 40 g.
Mynsturlitur: Áróra 18 g.
Vettlingar:
Stærð: Lengd 27 sm, ummál 19 sm.
Aðallitur: Svartur, 40 g.
Mynsturlitur: Áróra 22 g.
Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja.