Farðu í vöruupplýsingar
1 af 4

Náttúruprjón

Móberg kvenpeysa - gjafapakki

Móberg kvenpeysa - gjafapakki

Venjulegt verð 15.490 ISK
Venjulegt verð Söluverð 15.490 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tegund
Tungumál
Litur

Kynni fyrsta peysu gjafapakkann frá mér!

Í gjafapakkanum eru uppskrift Náttúruprjóns og garn frá Einrúms Merinó lambsull með mulberry silki, 3 litir af móhair með glansáferð og svo að endingu eru punkturinn yfir i-ið, gull, silfur eða koparþráður eftir því sem hentar litunum sem valdir eru. Peysan er svo að endingu römmuð inn með snúrujaðar í hálsmáli, ermum og á bol úr öllum 3 litunum af móhair. Peysan er með klauf og aðeins síðari að aftan en að framan.

Peysan er ákaflega klæðileg og gott snið á henni og mjög fínleg og puntuleg.
Gjafapakkarnir verða til í 3 litum, til að byrja með.

Garnið sem notað er í uppskriftina er Einrúm Lamb 2, Onion Mohair, 3 litir og svo gull, silfur eða koparþráður til að punta með :-).

Kassarnir verða seldir í tveimur stærðum:

Stærð 34-44: 200 gr Lamb 2, 3*10 gr af móhair og 5 gr af gull, silfur eða koparþræður.

Stærð 46-58: 300 gr Lamb 2, 3*15 gr af Móhair og 8 gr af gull, silfur eða koparþræður.

Þar sem ég geri ráð fyrir að ermarnar séu 3/4 og bolur ekki mjög síður, ætti að vera nægt garn fyrir að móta peysuna eftir eigin óskum og svo eru nú ekki allir jafn litlir og ég. 

Fylgir ekki með:

Prjóna 3 mm, 3,5 mm,og 4 mm hringprjóna 60 og 80 sm.

Nál til að fela enda og prjónamerki.

 

Skoða allar upplýsingar