Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Náttúruprjón

Móberg - kvenpeysa

Móberg - kvenpeysa

Venjulegt verð 1.500 ISK
Venjulegt verð Söluverð 1.500 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tungumál

Hugmyndina af Móberg fékk ég þegar ég var að reyna að byrja á einum treflinum í viðbót sem ég rakt svo upp og breytti í peysu 😊. Fann þetta yndislega Einrúm garn, lambsull og silki, með skemmtilegri glansiáferð. Átti allskonar garn sem ég ákvað að nýta og ætlaði bara að gera peysu á mig, en svo varð hún bara mjög falleg, svo ég ákvað að búa til uppskrift. Dóttir mína valdi nafnið þar sem vinnuheitið var „Peysan trefill“.

Peysan er prjónuð að ofan og byrjað er fyrir neða kragann, hann er kláraður síðar. Snúrujaðar er vinsæll í henni, hefðbundin útaukning og tvíbanda mynstur, 2 umferðir í gataprjón. Hægt er að nota móhair í stað gyllta bandsins. Er með hálfar ermar (3/4) á henni þar sem hún er hvít en hver og einn hefur sína sídd á ermunum. Ég nota alla litina í snúrujaðarinn og myndar það ákaflega litríkan frágang á peysunni.

Stærðir: 34 - 36 - 38 - 40 - 42 - 44 - 46 - 48

Garn: Einrúm, Lamb 2 (lambsull 89% / silki 11%), Lamé Madeira (svart / gyllt), Onion (silk 40% / kid móhair 60%), 3 litir.

Aðallitur: Hvítur 150 (150) 150 (150) 150 (200) 200 (200) gr.

Mynsturlitur 1: Onion, vínrautt, 25 gr.

Mynsturlitur 2: Onion, gylltur 25 gr.

Mynsturlitur 3: Onion, mosagrænn 25 gr.

Mynsturlitur 4: Lamé Madeira, 25 gr, hægt að nota móhair í staðinn.

Prjónar: Hringprjónar 60 og 80 sm, sokkaprjónar nr 3, og 3,5, 4 (fyrir mynstirið).

Prjónfesta: 22 L * 35 umf = 10 * 10 sm slétt prjón á prjóna nr 3,5.

Annað: 6-8 Prjónamerki, stoppunál.

Skoða allar upplýsingar