Þetta er ein af mínum fyrstu uppskriftum, og finnst mér nöfnin á fyrstu uppskriftunum lýsa mér vel, sem draumóramanneskju sem horfir í skýjin og læti mig dreyma. Fyrstu uppskriftirnar fengu nöfn frá skýjaflokkunum.
Hefðbundnir tvíbandavettlingar með einföldu stroffi. Mynstrið er reglulegt og auðvelt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við.
Þetta er eina uppskriftin mín þar sem ég að leyfi prjónaranum að velja hvernig hún mun snúa, oddur, bikar eða allt út á hlið :-).
Stærð: Lengd 26 sm, ummál 18 sm
Garn: Garn frá Náttúruprjóni 85% merinó ull / 15% nælon, 100 g / 400 m. eða sambærilegt til að ná prjónfestu.
Aðallitur: Blár 40 g.
Mynsturlitur: Bleikur 25 g.
Prjónar nr: Sokkaprjónar nr 3 og 3,5.
Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prj nr 3,5.
Annað: Hjálparband til að merkja þumlalykkjur, prjónamerki.
Góðar leiðbeiningar fylgja, sem henta jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.