Farðu í vöruupplýsingar
1 af 2

Náttúruprjón

Lukkusteinar, vettlingar - gjafapakkar

Lukkusteinar, vettlingar - gjafapakkar

Venjulegt verð 7.325 ISK
Venjulegt verð Söluverð 7.325 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tegund
Tungumál

Gjafapakki með handlituðu garni og uppskrift Náttúruprjóns. 

Ég fór á Íslendingadaginn í Gimli í ágúst 2022. Við fengum inn í sumarhúsi hjá alveg yndislegri konu, við höfðum aldrei sést áður en vorum eins og vinir til margra ára strax. Fyrst þegar ég kom inn í bústaðinn þá tók ég strax eftir prentarahillu sem var þar og var hún full af litlum steinum hverjum með sitt útlit. Sagði hún að sem barn leituðu þau að litlum steinvölum með gati í á ströndinni við Winnipegvatn og áttu þeir að boða lukku. Hún átti aldeilis fínt safn að af lukkusteinum og var hún líka mjög lukkuleg 😊. Til að þakka henni fyrir hvað hún var frábær gestgjafi ákvað ég að búa til mynstur með fullt af lukkusteinum. Hver þarf ekki Lukkusteina inn í líf sitt. Þetta er jafnframt fyrsta uppskriftin sem er með litun frá mér, ætla ég að láta litinn heita  Lukkusteinagráann. Þegar ég sá litinn fyrir mér sem átt að vera í þessum vettlingum vildi ég hafa hann eins og skuggan af ljósa litnum, vildi að mynstrið félli dálítið inn í heildina, eins og Lukkusteinar gera, þá er ekki alltaf auðvelt að finna þá en ég varð að dekkja litinn aðeins þar sem mjög erfitt var að prjóna mynstur með svona líkum litum.

Hefðbundið tvíbanda vettlinga prjón með lettneskri fléttu og einföldu stroffi. Mynstrið er óreglulegt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við.

Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja, prjónar eru ekki innifaldir. Garnið er 85% merinó ull / 15% nælon, yndislegt að prjóna úr.

Prjónar nr 3 og 3,5.

Skoða allar upplýsingar