Peysan er prjónuð að ofan og í hring. Byrjað á stroffi í kraga, þar sem fitjað er upp á tvo þræði, svo auðveldara verði að sauma / prjóna kragann niður áður en byrjað er á bolnum, venjuleg regluleg útaukning á axlarstykki ásamt mynstri og bolur og ermar prjónað slétt að stroffi, ljósblái liturinn er notaður til að ramma inn peysuna.
Í mörg ár átti ég kisubræðurnar Tígul og Keikó, algerlega yndislegir bræður, hugprúðir og ljúfir kettir. Þessar tvær fyrstu peysur sem ég prjóna úr Fjallalopanum frá Ístex fá þessi skemmtilegu nöfn. Báðar peysurnar eru með mjög svipuð mynstri en útaukningin á axlarstykkinu er mjög ólík og svo er mynstur alla leið niður á hinni peysunni sem fær nafnið Tígull, en ég er ekki búin með þá uppskrift, hún ætti að koma með haustinu.
Stærðir: 98 (104) 110 (116) 122 (128) 134 (140).
Garn: Fjallalopi, 100% ull, 50 gr / 150 m.
Aðallitur: Blár litur 3021, 150 (150) 200 (200) 250 (250) 250 (300) gr.
Mynsturlitur: Ljós, litur blár 3022, 50 (50) 50 (50) 100 (100) 100 (100) gr.
Prjónar: Nr 3,5 og 4,0 og 4,5 sokkaprjónar og hringprjónar.
Prjónfesta: 10 sm = 22 L á prjóna nr 4,0.
Annað: Prjónamerki, auka prjónaþræðir fyrir ermar og kraga