Náttúruprjón
Glóð teppi
Glóð teppi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Núna er ég búin að búa til fyrstu teppauppskriftina mína, alveg ótrúlega ánæð með hvað þetta er fallegt.
Ákaflega gaman að prjóna þetta mynstur, byrjað er innst og aukið er út jafn og þétt svo það myndist ferningur, ferningarnir eru síðan saumaðir saman og að lokum er prjónaður snúrujaðar hringinn í kringum teppið.
Stærð teppis fer eftir þeim grófleika af garni sem þið notið og auðvitað hvað þið viljið hafa það stórt. Í þessu teppi er "fingering" garn, pr nr 3,5 og hver ferningur er 25*25 sm.
Ég á alveg ægilega mikið af afgöngum og langaði til að nýta þá í eitthvað skemmtilegt, þar sem ég horfði á afgangana þá var appelsínugulur, grár, blár og svartur ríkjandi í hrúgunni og þá var auðveldast að sækja til Glóð húfu og vettlingamynstursins.
Vil benda á kennslumyndbönd sem eru á Youtrás Náttúruprjóns undir spilunarlist og þar er valin spilunarlisti á ensku eða íslensku
https://www.youtube.com/@Natturuprjon/playlists
Deila




