Ætlaði mér að búa til alltöðru vísi mynstur en einhvern veginn endaði uppskriftin svona, skemmtilegt að prjóna og fallegt mynstur og held jafnframt að þetta sé auðveldasta uppskriftin til að prjóna. Það þarf að passa sig á fyrstu úrtökunni, þar sem hún snýr öfugt miðað við hinar.
Tvíbanda mynstur með einföldu stroffi. Mynstrið er reglulegt.
Garn: Náttúruprjónsgarn, 85% merinó ull og 15% nælon, 100 g/400 m eða sambærilegt til að ná prjónfestu.
Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 og 3,5.
Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prjóna nr 3,5.
Annað: 1 prjónamerki.
Húfa:
Stærð: Dýpt 23 sm / cm (9.06 in), ummál 56 cm (22.05 in).
Aðalitur: Blár, 35 g (1.23 oz).
Mynsturlitur: Hvítur, 23 g (0.81 oz).
Vettlingar:
Stærð: Lengd 26 sm / cm (10.25 in), ummál 18 sm / cm (7.09 in).
Aðalitur: Blár, 40 g (0.92 oz).
Mynsturlitur: Hvítur, 27 g (0.95 oz).
Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja.