Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Náttúruprjón

Fagradalsfjalls, húfa og vettlingar - uppskriftir

Fagradalsfjalls, húfa og vettlingar - uppskriftir

Venjulegt verð 940 ISK
Venjulegt verð Söluverð 940 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tegund
Tungumál

Mynstrið er tileinkað íslenskri náttúru. Þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli 2021 tók ég mynd og bjó til uppskrift sem heitir Eldfjall, en síðar ákvað ég frekar að finna fínan kvikulit svo hægt væri að hafa 2 liti í stað 3ja. en sama ljósmyndin var notuð.
Finnst ákaflega gaman að búa til svona óregluleg mynstur frá myndefnum úr náttúrinni.

Hefðubundi tvíbanda prjón, mynstrið er óreglulegt svo ekki eru endurtekningar í mynstrinu. Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja.

Garn: Náttúruprjóns handlitað garn, 85% merinóull / 15% Nylon , 100 g / 400 m eða sambærilegt til að ná prjónfestu.


Prjónar: Litlir hringprjónar nr 3 og 3,5.
Prjónfesta: 32 L = 10 sm prj nr 3,5
Annað: Prjónamerki til að setja við upphaf umferðar.

Húfa:
Stærð: Ummál 56 sm.
Aðallitur: Hraun, 40 gr.
Mynsturlitur: Glóð 25 g.

Vettlingar:
Stærð: Lengd 27 sm, ummál 20 sm.
Aðallitur: Hraun, 40 g.
Mynsturlitur: Glóð, 31 g.

Skoða allar upplýsingar