Fagradalsfjall, húfa og vettlingar - gjafapakkar
Fagradalsfjall, húfa og vettlingar - gjafapakkar
Gjafapakki með handlituðu garni og uppskrift Náttúruprjóns. Mynstrið er tileinkað íslenskri náttúru.
Þegar eldgosið var í Fagradalsfjalli tók ég mynd og bjó til uppskrift sem heitir Eldfjall, en það voru þrílitir vettlingar og yfirleitt er ekki vinsælt að prjóna þrílitt, svo hérna kemur ný útgáfa, aðlöguð að tveimur litum en unnið út frá sömu ljósmynd sem ég tók í apríl 2021. Finnst ákaflega gaman að búa til svona óregluleg mynstur frá myndefnum úr náttúrinni.
Hefðbundið tvíbanda húfu og/eða vettlinga prjón með tvílitu stroffi. Mynstrið er óreglulegt og auðvelt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við.
Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja, prjónar eru ekki innifaldir. Garnið er 85% merinó ull / 15% nælon, yndislegt að prjóna úr.
Prjónar nr 3 og 3,5.