Eyrarrós, húfa og vettlingar - uppskriftir
Eyrarrós, húfa og vettlingar - uppskriftir
Hefðbundið tvílitt húfu og vettlingaprjón með einlitu stroffi og lettneskum fléttum. Mynstrið er reglulegt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum.
Mér hefur lengu fundist Eyrarrósin ákaflega falleg og lífleg í hinni íslensku flóru. Sérstök litasamsetning sem ég hef átt erfitt með að finna réttu litina í. Loksins tókst mér að búa til lit sem mér fannst hæfa þessu fallega blómi. Læt blómið liggja í fallegu mosabeði. Finnst dálítið áríðandi að ná viðkomandi jurtum í sínum réttu litum. Held reyndar að hvaða litir sem er henti þessu mynstri. Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja.
Garn: Náttúruprjóns garn, 85% merinóull og 15% nælon, 100 g / 400 m, eða sambærilegt til að ná prjónfestu.
Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 og 3,5.
Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prjóna nr. 3,5.
Annað: Hjálparband til að merkja þumlalykkjur, prjónamerki.
Húfa:
Stærð: Dýpt 22 sm, ummál 56 sm.
Aðallitur: Grænn, 40 g.
Mynsturlitur: Fjólbleikur, 24 g.
Vettlingar:
Stærð: Lengd 27 sm, ummál 19 sm.
Aðallitur: Grænn, 40 g.
Mynsturlitur: Fjólbleikur, 29 g.