Eyrarrós, húfa og vettlingar - gjafapakkar
Eyrarrós, húfa og vettlingar - gjafapakkar
Gjafapakki með handlituðu garni og uppskrift Náttúruprjóns. Mynstrið er tileinkað íslenskri náttúrur.
Mér hefur lengi fundist Eyrarrósin ákafleg falleg og litrík í hinni íslensku flóru. Loksins tókst mér að finna rétta litinn á blómin og ákvað að láta blómin liggja í mosabeði sem er ekki réttur grunnur en finnst þessir tveir litir vinna mjög vel saman. Eyrarrósin er búin að bíða lengi eftir að komasta í gjafapakka og loksins er það komið. Er mjög ánægð með útkomuna og í tilefni af því þá bjó ég til húfu í stíl.
Hefðbundið tvíbanda húfu og/eða vettlinga prjón með lettneskri fléttu og einföldu stroffi. Mynstrið er reglulegt og auðvelt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við.
Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja, prjónar eru ekki innifaldir. Garnið er 85% merinó ull / 15% nælon, yndislegt að prjóna úr..
Prjónar nr 3 og 3,5.