Blóðberg er eitt af mínum uppáhaldsblómum. Liturinn, lyktin og fínleiki blómsins heillar mig og mér finnst alltaf jafn gaman að sjá þetta fallega blóm úti í náttúrinni í göngutúrum mínum fyrir ofan Hafnarfjörð.
Tvíbanda mynstur með lettneskri fléttu og einföldu stroffi. Mynstrið er óreglulegt. Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja:
Garn: Náttúruprjónsgarn, 85% merinó ull og 15% nælon, 100 g/ 400 m eða sambærilegt til að ná prjónfestu.
Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 og 3,5.
Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prjóna nr 3,5.
Annað: 1 prjónamerki.
Húfa:
Stærð: Dýpt 22 sm, ummál 56 sm.
Aðalitur: Mosagrænn, 40 g.
Mynsturlitur: Blóðbergsbleikur, 18 g.
Vettlingar:
Stærð: Lengd 25,5 sm, ummál 18 sm.
Aðalitur: Mosagrænn, 40 g.
Mynsturlitur: Blóðbergsbleikur, 23 gr.