Farðu í vöruupplýsingar
1 af 3

Náttúruprjón

Bergmál, vettlingar - uppskriftir

Bergmál, vettlingar - uppskriftir

Venjulegt verð 940 ISK
Venjulegt verð Söluverð 940 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tungumál

Þessi uppskrift er tileinkuð íslenskri náttúru.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég bjó til þetta mynstur voru hamraveggirnir í Ásbyrgi. Þegar ég var barn fórum við fjölskyldan oft í Ásbyrgi og fékk ég þá að heyra hvernig bergmálaði í hömrunum ásamt því að njóta umhverfisins. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég bjó til þetta mynstur voru harmaveggirnir í Ásbyrgi.

Hefðbundnir tvíbandavettlingar með lettneskri fléttu og einföldu stroffi. Mynstrið er reglulegt og auðvelt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við.

Stærð: Lengd 26 sm, ummál 18 sm
Garn: Garn frá Náttúruprjóni 85% merinó ull / 15% nælon, 100 g / 400 m. eða sambærilegt til að ná prjónfestu.
Aðallitur: Ljós 40 g.
Mynsturlitur: Litur dagsins (sprengdur litur) 25 g.
Prjónar nr: Sokkaprjónar nr 3 og 3,5.
Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prj nr 3,5

Góðar leiðbeiningar fylgja, sem henta jafnt fyrir byrjendur og  lengra komna.

Skoða allar upplýsingar