Farðu í vöruupplýsingar
1 af 3

Náttúruprjón

Bergmál - Gift kits

Bergmál - Gift kits

Venjulegt verð 7.325 ISK
Venjulegt verð Söluverð 7.325 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tegund
Tungumál

Gjafapakki með handlituðu garni og uppskrift Náttúruprjóns. Mynstrið er tileinkað íslenskri náttúru, liturinn á mynsturlitnum er sérvalinn í hvert skiptið. Þetta er eini pakkinn sem fær svona fína meðferð, en mér finnst nánast hvaða litablanda sem er henta þessu pari.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég bjó til þetta mynstur voru hamraveggirnir í Ásbyrgi. Þegar ég var barn fórum við fjölskyldan oft í Ásbyrgi og fékk ég þá að heyra hvernig bergmálaði í hömrunum ásamt því að njóta umhverfisins.

Hefðbundið tvíbanda vettlingaprjón með lettneskri fléttu og einföldu stroffi. Mynstrið er reglulegt og auðvelt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við.

Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja, prjónar eru ekki innifaldir. Garnið er 85% merinó ull / 15% nælon, yndislegt að prjóna úr.

Prjónar nr 3 og 3,5.

Skoða allar upplýsingar