Safn: Litunarkvöld Náttúruprjóns

Ég ætla bjóða einstaklingum eða hópum að koma saman og lita garn og eiga skemmtilega samveru með prjónum eða heklunál. 

Hægt verður að velja milli nokkurra garngrunna og er sama verð á þeim öllum. Einnig verður í boði að kaupa meira garn ef lita á garn í  peysu, gengið verður frá því á staðnum í gegnum posa.

Ekki verður boðið upp á litun ef færri en 5 skrá sig og á það við hvort sem er að kvöldi  miðvikudags eða laugardegi.

Boðið verður upp á litun á laugardögum, ef einhverjir eiga erfitt með að koma á miðvikudagskvöldum,

Ef í hóp eru fleiri en 8 verð ég að skipta þeim niður á tvö kvöld, en báðir hóparnir mega mæta í bæði skiptin, og getur þá fyrri hópurinn komið með garnið sem hann litaði og sýnt hinum, þá er hægt að skoða hvaða kvöld hentar, sem seinna kvöld.

Til að vera viss um að fá það kvöld sem hentar, borgar sig að ganga strax frá greiðslunni og velja pakka, en hægt verður að breyta um pakka þar til degi fyrir litun. 

Það eina sem ég bið um, er að þið komið með:

1) Er góða skapið

2) Vatnshelt ílát eða poki sem garnið myndi passa í, þar sem þið farið með garnið blautt/rakt heim, fer eftir hvernig gengur. Og er þá bara eftir að skella því í vélina, skola og vinda þegar það hefur kólnað og hengja upp.

3) Handavinnu svo hægt verði að prjóna og spjalla.

Ég mun mæta á vinnustofuna svona 18:30 og væri gott ef þið gætu flestar verið komnar um 19:00 og í síðsta lagi 19:30. Þetta tekur allt tíma.

Í grunnpakkanum er 2 * 100gr Fingering 85% merinó / 15 % nylon, 100g / 400m eða DK, 85% merinó / 15% nylon, 225 / 100 gr. Einnig er hægt að velja annað garn og eru þá allar upplýsingar um garnið þar. Ég geri alltaf ráð fyrir því að önnur dokkan sé önnur hvor af þessum áður nefndum.

Mun ég bjóða uppá léttar veitingar.