Ég er að vinna í því að búa til kennslumyndbönd með uppskriftunum mínum. Ég legg mikið uppúr því að fólk skilji leiðbeingarnar í uppskriftunum en einnig að það geti þá horft á kennslumyndbönd samhliða prjónaskapnum. Ég er að reyna að hafa þau stutt og fræðandi og útskýra vel afhverju ég geri þetta svona en ekki hinsegin.
Vona að þau hjálpi ykkur við prjónaskapinn og hvetji ykkur til að læra meira. Ég er búin að læra meira á undanförnum 8 árum en ég hef gert öll hin 108 árin :-). Slóðin á Youtube rásina er: https://www.youtube.com/@Natturuprjon
Endilega "subscribið" þá fáið þið ábendingu þegar ég set inn ný myndbönd. Oftast reyni ég að vinna sériu af myndböndum sem fylgja ákveðinni uppskrifti en það tekst ekki alltaf. Ég reyni alltaf að gera myndbönd bæði á íslensku og ensku samtímis, en því miður tekst það ekki alltaf.