2 Glóðhúfur á rokk í Heiðmörk í janúar.

4 - Það vantar snjó til að lýsa upp skammdegið!

Talan 21 er svona uppáhaldstala hjá mér, en veit ekkert hvort hún sé happatala. Ótrúlega oft sem ég lít á kl og hún er þá 21 eitthvað eða 21 mínuta yfir eitthvað. Þessvegna ákvað ég að skrifa alltaf smá á bloggið þann 21 hvers mánaðar, ef ég hefði svo sem frá einhverju að segja.

Ég opnaði netsíðuna mína þann 21 júni 2021 svo núna er hún orðin 5 mánaða. Viðtökur hafa verið frábærar og er ég núna að fá uppskriftirnar þýddar yfir á ensku og þýsku, sjáum til með fleiri tungumál.

Mér finnst ég ákaflega heppin að hafa farið í gang með þetta uppskriftabix mitt fyrir 2 árum og finnst ég vera að sinna 2 af mínum uppáhaldsáhugamálum myndatöku og prjónaskap. Er alltaf að leita að einhverju nýju sem ég get nýtt í myndatökur af prjónadótinu mínum, í gær fékk ég þessa hugmynd sem sjá má hér til hliðar.

Aftur á bloggið