2 - Seiglurnar og ég

2 - Seiglurnar og ég

21/7/21

Hef gert mikið í sumar af óvæntum hlutum. Opnað heimasíðuna og svo fór ég í siglingu á skútu sem var alveg jafn spennandi og heimasíðugerðin og eiga minningarnar ábyggilega eftir að keppast um hvor var meiri upplifun, mig grunar skútan. En allavegana þá urðu þessar tvær upplifanir til að ég vil gera meira af þeim. Að skapa uppskriftir kom mér verulega á óvart að ég hefði þolinmæði og getu en viss svo sem um hugmyndaflugið.

Sá auglýsingu þar sem óskað var eftir hásetum í kvennasiglingu umhverfis Ísland, þar sem tekið yrði á umhverfismálum og þeim sinnt og reynt að vekja athygli á súrnun sjávar og hvað við þurfum virkilega að taka okkur á í umhverfismálum. Einnig var ferðin farin til að vekja athygli á hversu fáar konur eru í siglingum og þetta væri alveg jafn mikið fyrir okkur og karlmenn. Ég sótt um og fékk úthlutað hásetahlut frá Akureyri til Húsavíkur. Tilhlökkunin var svo mikil, að ég mér leið eins og barni að bíða jólanna. Finnst svolítið eins og þetta sé það eina sem ég eigi eftir að skoða af Íslandi er að sigla í kringum það og ekki væri verra að sigla með skútu, streyma hljóðlaust áfram og horfa dreymin á landslagið í kringum mig.

Ég mætti til Akureyrar í íslensku sumarveðri 10°og smá vind. Í tilefni af kvennasiglingunni bauð Norðursigling uppá á kvennasiglingu samhliða okkur frá Akureyri til Húsavíkur og gátu þeir farið með sem vildu. Siglt var á Ópal, fallegri skútu.

Lagt var af stað rétt fyrir hádegi þann 23 júni. Hér kemur stutt lýsinga á ferðinni, það var kaldi og undiralda, skýjað niður eftir fjöllum og mikill snjór í þeim ennþá, siglt var vestan megin við Hrísey og sem leið liggur út Eyjafjörðinn, þegar komið var fyrir Gjögurtá þá reyndust straumar og stefnur velkja okkur undir uggum enn frekar í smá tíma og versnaði heilsan við það svo ég lagðist til koju meðan það versta gekk yfir. En svo lagaðist þetta og áttum við yndislega siglingu þegar komið var inná Skjálfandaflóa og það sem eftur var leiðar.Hvalir kíktu pínulítið á okkur, úr fjarlægð.

Ég get ekki annað sagt, þrátt fyrir að draumur minn hafi orðið aðeins óværari, að ég naut hverrar mínútu og bíð spennt eftir að læra meira um skútusiglingar og kannski næ ég einn daginn að klára hringinn á skútu 😊

Einnig fannst mér mjög gaman að fylgjast með Seiglunum sigla allann hringinn. Þegar þær sigldu fyrir Vestfjarðarkjálkann var ég veik heima og horfið á beina útsendi hjá þeim og leið næstum eins og ég væri þar, sitjandi á þilfarinu í þessari yndislegu blíðu sem þær fengu. Fannst þetta ákaflega gott og þarft framtak og þakka innilega fyrir mig og finnst ég ákaflega heppin að hafa fengið að vera í kringum þennann flotta hópa kvenna.

Aftur á bloggið