Sæl öll
Ég er ótrúlega spennt og langar mig til að segja ykkur frá því sem er á döfinni hjá Náttúruprjón.
Í endan á júlí, byrjun ágúst er ég að fara til Gimli í Kanada að taka þátt í Íslendingahátíðinni sem haldin er um Verslunarmannahelgina. Ég hef aldrei komið til Kanada og get ekki ímyndað mér neitt betra en að byrja á því að fara á íslendingaslóðir. Þetta er frábært tækifæri fyrir Náttúruprjón til þess að kynna hvað fyrirtækið stendur fyrir. Í Kanada verð ég með sýningu þar sem ég kynni starf mitt og verð með uppskriftirnar og gjafapakkana með mér á íslensku, ensku og þýsku.
Í öðrum fréttum þá mun verslunin Ljómalind í Borgarnesi taka gjafapakkanna mína til sölu í endan á Júlí. Pakkarnir verða til sölu á íslensku, ensku og þýsku, einnig verður hægt að kaupa prjóna á staðnum ef einhver gleymdi afþreyingar efni fyrir ferðalagið og langar að byrja að prjóna strax! Ljómalind er sveitamarkaður sem selur að mestu leyti vörur sem eru framleiddar á vesturlandi. Um það bil 70 aðilar selja varning í versluninni og er öll matvara sem fæst þar beint frá býli og aðeins fáanleg í Ljómalind eða beint frá framleiðandanda. Mæli með að fólk geri sér ferð í Ljómalind og kippi með sér einum gjafapakka og skoði allt sem þau hafa uppá að bjóða. Hægt að skoða facebook síðuna hjá Ljómalind hér: (https://www.facebook.com/LjomalindLocalMarket)
Hérna sést hvaða uppskriftir eru komnar í gjafapakka.