Núna þegar ég tel Náttúruprjón vera búið að slíta barnaskónum þá sé ég ástæðu til að breyta og skila reynslu liðinna ára til lærdóms og betrunar, vonandi.
Ákvað að skipta um heimasíðuðila, þar sem ég taldi hag mínum betur varið hjá þessum aðila frekar en þeim sem ég var hjá, meiri möguleikar og þýðing yfir á annað tungumál. Það eru mun fleiri möguleikar til að stækka og þróast hérna.
Ég vona heitt og innilega að þið séuð jafn ánægð með nýja útlitið og ég. Gat einfaldað vörulistann alveg heila helling og sýnileiki vörunnar er margfalt meiri.
Þakka liðnar stundir á gamla vefnum og býð ykkur velkomin á nýjan vef Náttúruprjóns, slóðin breytist ekki heldur bara útlitið.
Fyrir þá sem ekki vita og smá kynningu á mér, þá heiti ég Sigrún Arna og bjó til mína fyrstu uppskrift á blaði í júli 2019 sem heitir Húm, fram að því hafði ég prjónað ýmsa hluti með og án uppskriftar. Ég hef alltaf verið með frekar frjótt ímyndurnar afl og átt auðvelt með að koma hlutum frá mér í höndunum en að skrifa uppskrift svo aðrir skildu var nú dálitið erfiðara. Í framhaldi af því þá byrjaði ég að blómstra í uppskriftagerð og leiddu uppskriftirnar í gjafapakka og að handlitun. Ég á bara eftir að rækta sauðféð þá er þetta allt komið á eina hendi :-).
Gjafapakkarnir eru að verða mitt aðal en uppskriftirnar eru náttúrulega grunnurinn af góðum gjafapakka.