Ég er búin að eiga alveg frábært sumar með fjölskyldu og vinum. Ferðast út og suður, á landi og sjó. Var að klára síðasta sumarfríið núna í október. Fór til Ítaliu í skemmtilega viku ferð til Monterossi, 1 af 5 bæjum Cinqua Terre svæðisins. Við heimsóttum öll 5 þorpin og voru þau hvert öðru áhugaverðari. Ótrúlega friðsæl og falleg þorp sem skríða í allar áttir í fjallshlíðunum. Skemmmtilegar gönguleiðir og matsölustaðir við hvert spor og allstaðar var þetta ótrúlega góður matur og mikið úrval af sjávarfangi í boði, sem ekki skemmir fyrir.
Gott var að fá smá sól og yl í kroppinn fyrir veturinn.
Haustið er minn uppáhaldstími, farið að rökkva, kólna og náttúran bíður upp á þessa ótrúlega litaveislu sem breytist á hverjum degi og aðlagar sig að vetri. Reyndar koma alveg haust þar sem allt er fokið af án litaveislu og það finnst mér ekki alveg jafn skemmtilegt.
Annars,eigið bara góða haust- og vetrardaga :-).