Það er ákveðin gleði sem yfirtekur mann þegar farið er að birta og veðrið að lagast, ok vaknaði við hvíta jörð í morgun en jú það er mars, svo þar er ekkert óeðlilegt.
Náttúruprjón tók risaskref núna í febrúar og breyttist í ehf og er núna orðið sjálfstæður aðili.
Það var alveg ótrúlega gaman á Garnival í byrjun mars og vil ég þakka öllum þeim sem kiktu við hjá mér.
Ég er á leiðinni til Sviss á Festival þar og verð söluaðili, hægt verður að fylgjast með á instagrami Swiss Yarn Festival, https://www.instagram.com/stories/swissyarnfestival/
Nýjasta uppskriftin er af Glóð teppi og er það ótrúlega fallegt og skemmtilegt að prjóna, hægt er að sjá það í Rokku, Fjarðarkaupum, þar eru einni fleiri uppskriftir seldar frá mér, en auðvitað líka til á heimasíðu Náttúruprjóns, ásamt öllum mínum uppskriftum.
Ný herra peysa er á prjónunum og verður það jakkapeysa með köðlum og rennilás, sýni myndir af henni um leið og get.
Núna er ég búin að búa til kennslumyndbönd með Móberg og Glóð teppi og eru þau á Youtube síðu Náttúruprjóns, þessi myndbönd eru á playlista sem ber sama nafn og mun svo koma myndbönd af Skrúð þegar hún er að vera til búin.
https://www.youtube.com/@Natturuprjon
Þegar ég sendi póst, þá skrifa ég aðeins meira svo ef þið viljið nákvæmara bréf geti þið skráð ykkur á þessari síðu og einnig vil ég benda ykkur á að fylgja Náttúruprjón á Instagram og þá fáið þið örar fréttir og myndir af því sem ég er að gera.
Annars vil ég bara óska ykkur góðra helgi.